Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:05 Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum Parks and Recreation og Master of None. Vísir/AFP Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira