Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2018 20:30 Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. Gunnar hefur frá árinu 2003 verið í þjálfarateymi landsliðsins, en hann er það ekki lengur. Nú er hann hinu megin við borðið og nýtur þess. „Það er bara ótrúlega ljúft, en auðvitað er þetta öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni,” sagði Gunnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það er líka ljúft að fara upp á hótel eftir leikina og slaka á og vera ekki í þessari vinnu. Þetta er auðvitað öðruvísi,” sem segist láta þjálfarateymið algjörlega í friði. „Ég leyfi þeim að vera í friði og treysti þeim fullkomnlega fyrir þessu verkefni,” sagði Gunnar glottandi. Næsti leikur er gegn Serbum á morgun og Gunnar segir að það verði snúið verkefni þrátt fyrir að þeir hafi ekki unnið í sjö leikjum í röð. „Þetta verður erfitt. Þeir eru upp við vegg. Við sáum þennan leik sem úrslitaleik í riðlinum og auðvitað smá snúið að við megum tapa með einhverjum mörkum, en mikilvægt að fókusa á að við verðum að vinna.” „Þeir eru með marga góða einstaklinga þó að það vanti fullt af mönnum. Þeir eru með mjög góða leikmenn innan borðs. Þeim hefur gengið mjög illa.” „Töpuðu fimm æfingarleikjum fyrir mót og nú þessum tveimur leikum á mótinu. Sjö leikir í röð án sigurs, svo er það kannski ekki mikið sjálfstraust, en engu að síður erfitt verkefni,” sagði Gunnar. EM 2018 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. Gunnar hefur frá árinu 2003 verið í þjálfarateymi landsliðsins, en hann er það ekki lengur. Nú er hann hinu megin við borðið og nýtur þess. „Það er bara ótrúlega ljúft, en auðvitað er þetta öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni,” sagði Gunnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það er líka ljúft að fara upp á hótel eftir leikina og slaka á og vera ekki í þessari vinnu. Þetta er auðvitað öðruvísi,” sem segist láta þjálfarateymið algjörlega í friði. „Ég leyfi þeim að vera í friði og treysti þeim fullkomnlega fyrir þessu verkefni,” sagði Gunnar glottandi. Næsti leikur er gegn Serbum á morgun og Gunnar segir að það verði snúið verkefni þrátt fyrir að þeir hafi ekki unnið í sjö leikjum í röð. „Þetta verður erfitt. Þeir eru upp við vegg. Við sáum þennan leik sem úrslitaleik í riðlinum og auðvitað smá snúið að við megum tapa með einhverjum mörkum, en mikilvægt að fókusa á að við verðum að vinna.” „Þeir eru með marga góða einstaklinga þó að það vanti fullt af mönnum. Þeir eru með mjög góða leikmenn innan borðs. Þeim hefur gengið mjög illa.” „Töpuðu fimm æfingarleikjum fyrir mót og nú þessum tveimur leikum á mótinu. Sjö leikir í röð án sigurs, svo er það kannski ekki mikið sjálfstraust, en engu að síður erfitt verkefni,” sagði Gunnar.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira