Mætti á æfingu daginn fyrir barnsburð og á völlinn fjórum vikum síðar Benedikt Bóas skrifar 16. janúar 2018 07:00 Steinunn Björnsdóttir með dóttur sína. Vísir/Hanna „Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira