EM-dagbókin: Viljum ekki Strand(a) aftur Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 15:00 myndvinnsla/garðar Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00
Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30
Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00
Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00
Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30