Slóvenar íhuga að draga lið sitt úr keppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2018 16:36 Landsliðsþjálfari Slóvena var æfur út í dómara leiksins. Vísir/Getty Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56