„Geimhiti“ gæti teflt lengri geimferðum í tvísýnu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:00 Þýski geimfarinn Alexander Gerst með nema á enninu sem var notuð til að fylgjast með líkamshita geimfara Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. NASA Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans. Vísindi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans.
Vísindi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira