Sterkt móðursjúkrahús Svandís Svavarsdóttir og heilbrigðisráðherra. skrifa 18. janúar 2018 06:00 Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun