Halldór Garðar Hermannsson hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í leik Þórs Þorlákshafnar og Njarðvíkur í Domino's deild karla.
Málið var tekið fyrir á fundi Aga- og úrskurðanefndar KKÍ í vikunni.
Halldór Garðar var rekinn úr húsi í Ljónagryfjunni eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur. Seinni villuna fékk hann fyrir að bregða fæti fyrir Majcek Baginski, leikmann Njarðvíkur.
Bannið tekur gildi á hádegi í dag og því mun Halldór Garðar ekki vera með Þórsurum í leiknum við Hauka á heimavelli í kvöld.
