„Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2018 13:38 Sigurður Guðmundsson segist í samtali við Vísi alveg rólegur með stöðu mála. vísir/stefán Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær, tveimur í miðbæ Reykjavíkur og einni norðan heiða. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa farið í aðgerðirnar að beiðni tollstjóra. „Við vorum að fylgja eftir ákvörðun tollstjóra um að loka þessu fyrirtæki vegna vanskila á vörslusköttum,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Lögmaður Tollstjóra segir í samtali við RÚV, sem greindi fyrst frá, að almennt séð séu vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu laungreiðenda algengust. Hann geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Sigurður Guðmundsson, eigandi The Viking, sagðist í samtali við Vísi vera „alveg rólegur“ vegna aðgerða lögreglu. Verið væri að vinna úr málinu og þegar það væri úr sögunni gæti hann tjáð sig nánar um málið. The Viking er með verslanir í Hafnarstræti og á Skólavörðustíg í Reykjavík auk verslunarinnar í göngugötunni á Akureyri. Sigurður er fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri og hefur verið verðlaunaður fyrir árangur sinn í verslun. Hann var í ítarlegu viðtali á Vísi í október 2015 þar sem til umræðu var meðal annars gróði af ferðamannaverslunum, oft nefndar lundabúðir, og hvernig honum væri misskipt. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 Gert að rýma húsnæðið við Laugaveg 1: „Verð borinn út í gullstól“ Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu eignarhaldsfélagsins Arctic ehf um útburð verslananna The Viking og Vísis úr húsnæðinu við Laugaveg 1 í Reykjavík. 23. desember 2015 13:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær, tveimur í miðbæ Reykjavíkur og einni norðan heiða. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa farið í aðgerðirnar að beiðni tollstjóra. „Við vorum að fylgja eftir ákvörðun tollstjóra um að loka þessu fyrirtæki vegna vanskila á vörslusköttum,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Lögmaður Tollstjóra segir í samtali við RÚV, sem greindi fyrst frá, að almennt séð séu vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu laungreiðenda algengust. Hann geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Sigurður Guðmundsson, eigandi The Viking, sagðist í samtali við Vísi vera „alveg rólegur“ vegna aðgerða lögreglu. Verið væri að vinna úr málinu og þegar það væri úr sögunni gæti hann tjáð sig nánar um málið. The Viking er með verslanir í Hafnarstræti og á Skólavörðustíg í Reykjavík auk verslunarinnar í göngugötunni á Akureyri. Sigurður er fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri og hefur verið verðlaunaður fyrir árangur sinn í verslun. Hann var í ítarlegu viðtali á Vísi í október 2015 þar sem til umræðu var meðal annars gróði af ferðamannaverslunum, oft nefndar lundabúðir, og hvernig honum væri misskipt.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 Gert að rýma húsnæðið við Laugaveg 1: „Verð borinn út í gullstól“ Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu eignarhaldsfélagsins Arctic ehf um útburð verslananna The Viking og Vísis úr húsnæðinu við Laugaveg 1 í Reykjavík. 23. desember 2015 13:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30
Gert að rýma húsnæðið við Laugaveg 1: „Verð borinn út í gullstól“ Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu eignarhaldsfélagsins Arctic ehf um útburð verslananna The Viking og Vísis úr húsnæðinu við Laugaveg 1 í Reykjavík. 23. desember 2015 13:47