Allar plastumbúðir verði úr endurvinnanlegu efni Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:30 Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella. Evrópusambandið Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella.
Evrópusambandið Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira