Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 09:24 Ekki verða lengur fjárheimildir fyrir ríkisrekstri ef bráðabirgðalausn verður ekki samþykkt í dag. Á meðan undirbýr Trump að fagna á Flórída. Vísir/AFP Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent