Mynd að komast á framboðsmál flokkanna í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 13:42 Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira