Sex mánaða nálgunarbann eftir 1277 SMS til barnsföður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2018 16:09 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Landsréttur hefur fallist á að kona nokkur á Norðurlandi skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði gegn barnsföður sínum. Konan sendi barnsföður sínum 1277 SMS og hringdi 572 sinnum í símanúmer hans á sex mánaða tímabili í fyrra, frá maí fram í nóvember. Samkvæmt frásögn brotaþola og texta skilaboðanna einkennist samskiptin af áreitni og svívirðingum í garð brotaþola og unnustu hans og hafi engan annan tilgang en að skerða friðhelgi brotaþola. Telur Lögreglustjórinn á Norðurlandi að miðað við hegðun konunnar, sem lögregla hafi oft rætt við án breytinga í hegðun hennar. sé ekki hægt að tryggja frið brotaþola með öðrum hætti en nálgunarbanni. Lögmaður konunnar taldi að líta yrði til þess að mörg skilaboðanna væru í samfellu. Þau mætti flokka í 220-250 „hópa“. Þá yrði að meta þau í því ljós að maðurinn og konan ættu barn saman og þurfi því að hafa samskipti. Þau deili nú um forsjá barnsins. Taldi lögmaðurinn að maðurinn upplifði samskiptin ekki sem rof á friðhelgi enda hefði hann hvorki kvartað yfir þeim né beðið varnaraðila að láta af þeim. Ásakanir mannsins á hendur konunni um annað en samskipti símleiðis væru aðeins studdar framburði mannsins hjá lögreglu. Féllst Héraðsdómur Norðurlands eystra, og síðar Landsréttur, á að texti skilaboða frá konunni til mannsins fælu í fjölmörgum tilvikum í sér móðganir og svívirðingar í garð mannsins og unnustu hans. Ekki yrði litið til annars en að í þeim fælist röskun á friði brotaþola. Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á að kona nokkur á Norðurlandi skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði gegn barnsföður sínum. Konan sendi barnsföður sínum 1277 SMS og hringdi 572 sinnum í símanúmer hans á sex mánaða tímabili í fyrra, frá maí fram í nóvember. Samkvæmt frásögn brotaþola og texta skilaboðanna einkennist samskiptin af áreitni og svívirðingum í garð brotaþola og unnustu hans og hafi engan annan tilgang en að skerða friðhelgi brotaþola. Telur Lögreglustjórinn á Norðurlandi að miðað við hegðun konunnar, sem lögregla hafi oft rætt við án breytinga í hegðun hennar. sé ekki hægt að tryggja frið brotaþola með öðrum hætti en nálgunarbanni. Lögmaður konunnar taldi að líta yrði til þess að mörg skilaboðanna væru í samfellu. Þau mætti flokka í 220-250 „hópa“. Þá yrði að meta þau í því ljós að maðurinn og konan ættu barn saman og þurfi því að hafa samskipti. Þau deili nú um forsjá barnsins. Taldi lögmaðurinn að maðurinn upplifði samskiptin ekki sem rof á friðhelgi enda hefði hann hvorki kvartað yfir þeim né beðið varnaraðila að láta af þeim. Ásakanir mannsins á hendur konunni um annað en samskipti símleiðis væru aðeins studdar framburði mannsins hjá lögreglu. Féllst Héraðsdómur Norðurlands eystra, og síðar Landsréttur, á að texti skilaboða frá konunni til mannsins fælu í fjölmörgum tilvikum í sér móðganir og svívirðingar í garð mannsins og unnustu hans. Ekki yrði litið til annars en að í þeim fælist röskun á friði brotaþola.
Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira