RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2018 18:27 Svala Björgvinsdóttir og Ragnhildur Steinunn á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Svala hafði sigur í keppninni en Ragnhildur Steinunn var kynnir hennar. Vísir Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira