Ásmundur hyggst ganga Suðurkjördæmi enda á milli Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. janúar 2018 14:44 Ásmundur Friðriksson gekk fyrsta áfangann í gær. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi. Alþingi Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira