Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 15:21 Eins og sjá má af hinum myndarlega mari á baki mannsins hefur verið um heljarinnar högg að ræða. Teitur Guðmundsson læknir segir að skjólstæðingur sinn hafi sloppið furðu vel eftir að hafa fengið eina kúlu úr skottertu í bakið. Teitur tók mynd af manni sem kom til hans í skoðun með talsverða áverka á baki. Skotkaka hafði farið á hliðina og fór ein kúla úr henni í bak mannsins af um þriggja metra færi. Teitur segir mikla mildi að ekki fór verr og hefði sennilega ekki þurft að spyrja að leikslokum ef minni búkur en þessi fullvaxta karlmaður hefði orðið fyrir kúlunni. Teitur segir að um hafi verið að ræða skotterta sem ber heitið Top Gun, tríhyrnd stór kaka sem hann ætlar að sé seld hjá björgunarsveitunum. „Hann í raun gerir allt rétt, eins og allir gera sem eru með börn og buru úti á götu að skjóta,“ segir Teitur. En, þá gerðist það að tertan valt á hliðina og skaut í átt að manninum. „Hann var hálfpartinn sleginn niður við þetta. Kúlan hrökk svo af manninum og sprakk í einhverra metra fjarlægt frá honum. Maður spyr ekki að leikslokum, ef þetta hefði farið í höfuð barns. Svakalegt högg. Ef þetta fer í lítinn kropp þá hefði getað farið verr.“ Maðurinn slapp furðu vel frá þessu atviki, heill og ekkert brotið en hið myndarlega mar segir allt sem segja þarf um hversu mikið höggið var. Teitur telur vert að ræða öryggisatriði betur þegar skotterturnar eru annars vegar. Hér er í það minnsta víti til varnaðar.Að neðan má sjá auglýsingu frá Landsbjörg sem sýnir skottertuna Top Gun sem um ræðir. Auglýsingin er frá 2015. Flugeldar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir segir að skjólstæðingur sinn hafi sloppið furðu vel eftir að hafa fengið eina kúlu úr skottertu í bakið. Teitur tók mynd af manni sem kom til hans í skoðun með talsverða áverka á baki. Skotkaka hafði farið á hliðina og fór ein kúla úr henni í bak mannsins af um þriggja metra færi. Teitur segir mikla mildi að ekki fór verr og hefði sennilega ekki þurft að spyrja að leikslokum ef minni búkur en þessi fullvaxta karlmaður hefði orðið fyrir kúlunni. Teitur segir að um hafi verið að ræða skotterta sem ber heitið Top Gun, tríhyrnd stór kaka sem hann ætlar að sé seld hjá björgunarsveitunum. „Hann í raun gerir allt rétt, eins og allir gera sem eru með börn og buru úti á götu að skjóta,“ segir Teitur. En, þá gerðist það að tertan valt á hliðina og skaut í átt að manninum. „Hann var hálfpartinn sleginn niður við þetta. Kúlan hrökk svo af manninum og sprakk í einhverra metra fjarlægt frá honum. Maður spyr ekki að leikslokum, ef þetta hefði farið í höfuð barns. Svakalegt högg. Ef þetta fer í lítinn kropp þá hefði getað farið verr.“ Maðurinn slapp furðu vel frá þessu atviki, heill og ekkert brotið en hið myndarlega mar segir allt sem segja þarf um hversu mikið höggið var. Teitur telur vert að ræða öryggisatriði betur þegar skotterturnar eru annars vegar. Hér er í það minnsta víti til varnaðar.Að neðan má sjá auglýsingu frá Landsbjörg sem sýnir skottertuna Top Gun sem um ræðir. Auglýsingin er frá 2015.
Flugeldar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent