Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Veginum undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall var lokað vegna óveður.
Veginum undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall var lokað vegna óveður. LOFTMYNDIR EHF
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal. Mjög vont veður er á Suðurlandi og hefur Þjóðvegi 1 verið lokað. Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga.

Eins og kom fram á Vísi í dag var veginum undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall lokað vegna óveðurs. Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar hefur blásið talsvert syðst á landinu og í Öræfum. Þar er austan og norðaustan, 18 til 25 metrar á sekúndu,  og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suður- og Vesturlandi.

Áætlað var að opna fjöldahjálparstöðina klukkan 19.30 en nú klukkan 19.20 voru nú þegar um 20 manns komnir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.​ Sjálfboðaliðar munu standa vaktina þangað til veðrinu slotar og búa sig undir að þurfa að hafa opið í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×