Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:15 Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Heilsa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilsa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira