Segir 345 prósenta hækkun skapa alvarlegt ástand Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Útflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum. vísir/stefán „Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira