151 milljón frá íslenska ríkinu vegna Justice League Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 15:50 Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League. Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu. Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu.
Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning