Segir ofneyslu á D-vítamíni til langs tíma varasama Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 20:15 Vilhjálmur Ari Arason læknir segir að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt. VÍSIR/SKJÁSKOT „Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15