Segir ofneyslu á D-vítamíni til langs tíma varasama Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 20:15 Vilhjálmur Ari Arason læknir segir að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt. VÍSIR/SKJÁSKOT „Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við vitum miðað við hvar við búum og hvað sólin rís lágt, jafnvel yfir sumarið, að það þurfa allir í rauninni að taka D-vítamín meira og minna allt árið um kring,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru svona ráðleggingar sem heimilislæknar og aðrir læknar gefa fólki, ef það tekur ekki inn D-vítamín eða er þeim mun duglegra að borða feitan fisk.“Þurfti margfaldan dagskammtViðtal við Höllu Guðmundsdóttir vakti mikla athygli í gær en hún öðlaðist algjörlega nýtt líf eftir að hún fór á sterkan D-vítamínkúr. Halla hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Halla þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku.Sjá einnig: Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti Viðtal við Höllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær skapaði miklar umræður um D-vítamín.AðsentFáum ekki nóg af sólVilhjálmur Ari segir að hugsanlega sé meira en helmingur Íslendinga með vægan eða alvarlegan skort á D-vítamíni. Viðmiðunarmörkin hafa verið hækkuð svo margir mælast á gráu svæði, aðeins undir mörkunum. „Við erum að ráðleggja fólki að vera ekki að eltast eltast alltaf við mælingar heldur taka D-vítamín, annaðhvort með D-vítamínbættu lýsi og jafnvel þessu aukalega sem er mjög ódýrt og er selt sem bætiefni.“ Mælir hann með því að fólk haldi sig við þúsund einingar á dag, meira og minna allt árið. „Fólk sem er búið að líða skort þarf auðvitað hærri skammt til þess að koma lagi á hlutina.“ Vilhjálmur Ari segir að flestir finni hvernig sólin gefur orku og vellíðan, því eigi ekki að forðast hana alveg vegna hættu á húðkrabbameini. Hann segir þó varhugavert að nota ljósabekki til þess að fá geisla á húðina yfir vetrartímann. „D-vítamínið verður ekki til nema fyrir tilstilli sólarljóssins á húðina og hún er bara ekki nógu mikil sólin hérna til að við fáum þennan forða.“Blóðprufur ekki alltaf nauðsynlegarHann segir að ef einstaklingur taki ráðlagða skammta og viti að hann þurfi á því að halda, þurfi viðkomandi ekki að fara í mælingu eða blóðprufu til þess að athuga hvort það sé í lagi eða sjá hvar hann stendur. „Við vitum að allir þurfa á D-vítamíni að halda á einn eða annan hátt til þess að halda uppi eðlilegum gildum.“ Það sé þó í sumum tilfellum gott að mæla D-vítamín ef verið er að sjúkdómsgreina einstakling sem ekki hafi tekið D-vítamín og sýni einkenni sem gæti verið hægt að rekja til skorts á D-vítamíni. „Eins og vöðvaslappleika, fyrir utan náttúrulega beinbrotin og allt þetta, því D-vítamín tengist svo ótrúlega mörgu. Sýkingar, áhættu, exem, ofnæmissjúkdómum, það geta verið margar tengingar. Þá er í þeim tilvikum auðvitað eðlilegt að mæla D-vítamín til að fá skýringar á því ástandi.“Ofneysla getur haft alvarlegar afleiðingarVilhjálmur Ari segir þó ekki gott að taka of mikið af D-vítamíni. „Það getur verið neikvætt. Tengingar við sjúkdóma ef þú tekur of mikið af D-vítamínum það eru æðakalkanir, hjartaáföll, nýrnasteinar og aukin kölkun víða í líkamanum.“ Því þurfi fólk að fara milliveginn og halda sig sem næst ráðlögðum skömmtum, sem er í kringum 1000 einingar. Það er þó að hans mati í lagi að taka tvö- til fjögurþúsund einingar tímabundið en það geti verið varasamt að gera það í langan tíma.Viðtalið við Vilhjálm Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. 2. janúar 2018 21:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent