Lofar lagasetningu til að sporna við fölskum fréttum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sporna við útbreiðslu falsfrétta í kringum kosningar í landinu. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30