Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti