Það eru ekki bara veikindi hjá íslenska handboltalandsliðinu því fyrstu andstæðingar Íslands á EM, Svíar, eru líka að glíma við veikindi í sínum hópi.
Simon Jeppsson er veikur og hefur verið settur í einangrun. Ekki er búið að kalla á nýjan mann til þess að leysa hann af. Vonir standa til að hann nái heilsu fyrir EM en Ísland og Svíþjóð mætast 12. janúar.
Hann mun ekki spila í æfingaleikjum gegn Ungverjum á næstu dögum sem eru síðustu leikir Svía fyrir EM.
Markvörðurinn sterki frá Rhein-Neckar Löwen, Mikael Appelgren, er svo meiddur og ekki byrjaður að æfa á fullu með liðinu. Svíar vilja ekki gefa upp hvað nákvæmlega er að plaga markvörðinn.
Tobias Thulin, markvörður Redbergslids, hefur verið kallaður í æfingahópinn á meðan það er óvissa með Appelgren.
Veikindi og meiðsli hjá sænska landsliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti