Innlent

Þórunn Egilsdóttir skipuð formaður samgönguráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir. stjórnarráðið
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur skipað flokkssystur sína úr Framsóknarflokknum og þingmann, Þórunni Egilsdóttur, sem formann samgönguráðs. Í ráðinu sitja einnig forstöðumenn Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Isavia.

Greint er frá skipuninni á vef stjórnarráðsins en Þórunn var fyrst kjörin til setu á Alþingi árið 2013. Hún er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og varð það fyrst árið 2015. Þá hefur hún setið í atvinnuveganefnd, velferðarnefnd, allsherjar- og menntamálanefnd, kjörbréfanefnd og stjórnskipunar- og eftiritsnefnd auk forsætisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×