Segir hóp um traust á stjórnmálum skref í rétta átt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 12:01 Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08