Heimsmetið féll en annars fátt jákvætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur hefur skorað 1.798 mörk fyrir íslenska landsliðið síðan hann byrjaði að spila með því síðla árs 1999. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt. EM 2018 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira