Hlynur: Þýðir ekki að vera sprunginn eftir þrjár mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 21:21 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður. vísir/ernir „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira