Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 08:31 Seth Meyers var gestgjafi Golden Globe í nótt. vísir/getty Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið