ASÍ: Ráðstöfunartekjur hátekjuhópa hækka sexfalt meira en lág- og millitekjufólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 10:45 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi en ýmsar skattbreytingar tóku gildi um liðin áramót í samræmi við fjárlög og önnur gildandi lög í landinu. Vísir/Ernir Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“ Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“
Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19