Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2018 16:11 Frá vettvangi á laugardaginn. Vísir/Böddi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18