Marina Candi nýr prófessor við viðskiptadeild HR Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 09:51 Marina Candi hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010. Háskólinn í Reykjavík Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira