Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 14:07 Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. Vísir/Getty Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent