Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:28 Stephen Miller hafði ekki sagt sitt síðasta orð eftir að Tapper batt enda á viðtal við hann á CNN. Vísir/AFP Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig. Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig.
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent