Morð til dægrastyttingar Stefán Pálsson skrifar 31. desember 2017 11:00 Kommúnistaskríll, rauðsokkusubbur og loðinbarðar gerðu uppsteyt í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld, miðvikudag, er hefja átti níu-sýningu á bandarísku myndinni The Green Berets. Ruddust þeir inn miðalaust og settust á svið bíósins í mótmælaskyni við myndina. Það er kominn tími til að lögreglan sýni þessum lubbum í tvo heimana.“ Þessa kröftugu ádrepu mátti lesa í Mánudagsblaðinu þann 19. október árið 1970 undir fyrirsögninni „Rennusteinslýður truflar kvikmyndasýningar“. Þótt fréttin væri ekki löng, náði blaðamaðurinn að koma að ýmsum svívirðingum um þennan „fámenna og fyrirlitna hóp ungkvenna og karla“, sem betur ætti að halda sig í kommúnum sínum. Taldi höfundur að skríll þessu fengi hugmyndir sínar helst frá „óupplýstu dönsku óeirðafólki og bítlarusli“. Mótmælin sem ollu þessari hneykslun Mánudagsblaðsins voru tekin til umfjöllunar í öðrum blöðum, með nokkuð hófstilltari hætti þó. Morgunblaðið gat þess samt að klappað hefði verið fyrir lögreglunni þegar 25-30 óeirðaseggir voru fjarlægðir úr sal kvikmyndahússins og sýningargestir hafi baulað „út með skrílinn“ meðan á aðgerðum lögreglu stóð. Í frétt Morgunblaðsins lét forstöðumaður kvikmyndahússins þess getið að flestir mótmælenda hefðu sjálfir verið meðal gesta á sýningu myndarinnar kvöldið áður. Síðar sakaði hann skipuleggjendur aðgerðanna um að hafa heimtað að Austurbæjarbíó greiddi þeim bróðurpartinn af hagnaði vegna sýningar myndarinnar. Lauk frétt Morgunblaðsins á þeim orðum að mótmælendur hefðu, eftir brottvísun lögreglu, haldið til fundar að Tjarnargötu 20. Máttu þá lesendur vita hvað klukkan sló, enda alkunna að þar væri Æskulýðsfylkingin til húsa. Tónninn í Þjóðviljanum var talsvert á annan veg. Þann 14. október, daginn eftir frumsýningu kvikmyndarinnar sló blaðið upp forsíðufyrirsögninni „Austurbæjarbíó býður upp á morð til dægrastyttingar“. Sagði blaðið að sýningum myndarinnar hefði verið hætt víða um lönd vegna kröftugra mótmæla almennings. Þar væri sérstaklega fundið að því að reynt væri að gera manndráp bandarískra hermanna að skemmtiatriði og að á einum stað í myndinni hlægju áhorfendur þegar menn úr Þjóðfrelsisher Víetnams væru myrtir.Grímulaus áróður Næstu daga stóðu félagar úr Víetnamnefndinni og Fylkingunni fyrir mótmælum við Austurbæjarbíó, sem einkum fólust þó í að afhenda bíógestum dreifirit sem ætlað var að vekja þá til umhugsunar um eðli og gang stríðsins. Dreifiritið var í raun krossapróf og voru þau sem það tóku hvött til að senda svörin til Víetnamnefndarinnar, Kirkjustræti 10, og yrðu veitt þrenn verðlaun fyrir réttar úrlausnir. Kenndi ýmissa grasa á spurningalistanum: „Af hverju hafa Bandaríkin ekki unnið stríðið í Víet Nam eftir 12 ára baráttu? a) Bandaríkin hafa léleg vopn. b) Bandarískir hermenn eru huglausir. c) Þjóðfrelsishreyfingin (sem Bandaríkin kalla Viet Cong) hefur megnið af þjóðinni með sér.“ Víetnamnefndin gaf ekki mikið fyrir nýlegar friðartillögur Nixons og spurði hvers vegna hann hefði lagt þær fram fram. Valkostirnir voru sem fyrr þrír: „a) Til að dylja aukin umsvif herja sinna í Víet Nam og víðar? b) Til að vingast við Jóhann Hafstein? c) Til þess að lagfæra hægðir sínar og konu sinnar?“ Nokkrum dögum síðar ritaði kvikmyndasérfræðingurinn Ólafur H. Torfason langa grein í Þjóðviljann um The Green Berets (ísl.: Grænhúfurnar) og raunar stríðsmyndir almennt. Byggði greinin á ræðu Ólafs á útifundi Víetnamnefndarinnar á Lækjartorgi sem haldinn var gegn sýningum myndarinnar. Benti hann á að kvikmyndin væri hreint áróðursverk og í raun mætti líta svo á að hún væri jafnskaðleg og ef einhver tæki upp á því að selja napalm og taugagas í verslun til að nota gegn samborgurum sínum. Blés höfundur á ummæli bíóforstjórans þess efnis að hann léti ekki pólitísk sjónarmið ráða myndavali sínu – því augljóslega væri það rammpólitísk afstaða íslenskra kvikmyndahúsaforstjóra að 60% af myndum þeirra væru bandarískar og seldar undir stranga ritskoðun valdaafla þar í landi.Með blessun forsetans Hver var þessi umdeilda bíómynd sem vakti svo heitar tilfinningar hér á landi? Myndin um Grænhúfurnar var ekki ný þegar íslenskir áhorfendur fengu að berja hana augum. Hún var frumsýnd sumarið 1968 og var því meira en tveggja ára gömul. Slíkt var alvanalegt á þessum árum. Verkið var hugarsmíð Johns Wayne, sem lék aðalhlutverkið og átti að heita leikstjóri myndarinnar. Mikill kostnaður og takmörkuð aðsókn á myndina The Alamo, sem var frumraun Wayne á leikstjórasviðinu gerði það þó að verkum að kvikmyndaverið ákvað að treysta honum ekki einum fyrir stjórninni. John Wayne var kunnastur fyrir leik sinn sem hetja í vestra-myndum, en átti einnig að baki ófáar myndir þar sem sögusviðið var seinni heimsstyrjöldin. Heimsstyrjaldarmyndirnar byggðust á einfaldri formúlu, þar sem hjartahreinir og hugdjarfir bandarískir hermenn sigra djöfullega Japana og þýska sadista í sögum þar sem heimurinn var algjörlega svarthvítur. Engar Hollywood-myndir höfðu hins vegar verið gerðar um Víetnamstríðið og úr því vildi John Wayne bæta. Í hans huga voru skilin á milli vondu og góðu kallanna jafnskýr í Víetnam og verið hafði í heimsstyrjöldinni. Það að frjálslyndir og vinstrisinnaðir kvikmyndaforkólfar vildu ekki fjalla um stríðið í Víetnam taldi hann árás á bandaríska herinn og þann góða málstað sem Bandaríkjastjórn hefði að verja. Í raun má segja að kúrekahetjan gamla hafi litið á það sem borgaralega skyldu sína að gera myndina um Grænhúfurnar. Til að þoka málinu áleiðis ákvað John Wayne að tala beint við aðalmanninn – sjálfan Bandaríkjaforseta. Hann skrifaði Lyndon B. Johnson persónulegt bréf og lýsti vilja sínum til að gera mynd til dýrðar sérsveitarmönnum Bandaríkjahers. Hugmynd hans var að byggja á skáldsögu eftir Robin Moore, The Green Berets, frá árinu 1965 sem fjallar um afrek sérsveitarmanna í Víetnamstríðinu. Árið eftir hafði Moore komið að því að semja dægurlagatextann „Ballad of the Green Berets“, sem var eitt örfárra vinsælla dægurlaga frá þessum árum sem sýndi stríðsreksturinn í jákvæðu ljósi og átti þátt í að kynna almenning fyrir Grænhúfunum. Hvíta húsið tók hugmyndinni fagnandi. Þó með því veigamikla skilyrði að handriti myndarinnar yrði gjörbreytt. Í bók Moore var sagt frá æsilegum leiðangri Grænhúfuherdeildar inn í Norður-Víetnam til að handsama hættulegan skæruliðaforingja. Þar sem hin opinbera lína Bandaríkjamanna var á þá leið að þátttaka þeirra í stríðinu væri að mestu innan landamæra Suður-Víetnams þurfti að endurskoða söguna frá grunni, en ekki vafðist það fyrir Wayne og félögum.Freyðivín í frumskóginum Forsetinn lofaði fullu liðsinni og fyrir vikið fengu kvikmyndagerðarmennirnir aðstoð frá ríki og her sem starfsbræður þeirra gátu ekki látið sig dreyma um. Herinn lagði til fjöldann allan af þyrlum og flugvélum fyrir upptökur. Myndefni af vettvangi stóð leikstjórunum til boða. Sveit hermanna frá Havaí, sem þóttu nægilega austurlenskir yfirlitum, var sett í hlutverk víetnamskra skæruliða og reist var heilt víetnamskt þorp á tökustað, sem síðar var notað sem æfingabúðir fyrir hermenn á leið í stríðið. Tæknilega og útlitslega séð var myndin um Grænhúfurnar því afar fullkomin. Sem bíómynd var hún hins vegar afleit. Áróðurinn var grímulaus, handritið veikburða, fléttan léleg og meira að segja sem hasarmynd reyndist hún langdregin og slöpp. Í stuttu máli hefst myndin á því að ungur og róttækur blaðamaður spyr gamlan herforingja erfiðra spurninga um stríðið í Víetnam. Blaðamaðurinn ungi er uppfullur af fordómum í garð eigin hers og utanríkisstefnu þjóðar sinnar. Hermaðurinn gamalreyndi svarar honum fullum hálsi og spyr hvort hann hafi komið til Víetnam. Blaðamaðurinn viðurkennir að svo sé ekki og þekkist boð um að slást í för með Grænhúfunum. Í Víetnam rennur upp fyrir óþjóðholla blaðamanninum hvílíkar hetjur og afburðamenn sé að finna í sérsveitunum. Andstæðingarnir í Víetkong eru á hinn bóginn fávísir hrottar og foringjar þeirra reynast lifa lúxuslífi í frumskóginum þar sem þeir stunda gjálífi og úða í sig kampavíni og kavíar. Svo fer að lokum að blaðamaðurinn sér ljósið og gerist hermaður til að þjóna landi og þjóð. Kvikmyndagagnrýnendur hökkuðu Grænhúfurnar í spað, sem groddalega áróðursmynd og í raun ótrúlega gamaldags. Enn í dag ratar myndin stundum á lista yfir verstu stórmyndir í sögu Hollywood. Aðrir benda þó á að í raun sé myndin ekkert grynnri eða einvíðari en fjölmargar heimsstyrjaldarmyndir sem gerðar voru um sama leyti – glæpur hennar liggi einfaldlega í að óvinirnir séu Víetnamar en ekki Japanar þrjátíu árum fyrr. En neikvæð gagnrýni er ekki alltaf ávísun á slaka aðsókn. Svo virðist sem stuðningsmenn Víetnamstríðsins vestanhafs hafi fjölmennt á myndina einmitt vegna hinna neikvæðu dóma, sem þeir kusu að túlka sem gagnrýni á stríðið sjálft fremur en verkið. Að sumu leyti má segja að slíkt hið sama hafi gerst hér á landi. Þannig var spurning dagsins í Vísi þann 17. október 1970 á þá leið hvort vegfarendur ætluðu að sjá Grænhúfurnar í Austurbæjarbíói. Sögðust fjórir af fimm frekar reikna með að gera það – þar af tveir sem sögðust vilja sjá hverju Víetnamnefndin væri að mótmæla. Saga til næsta bæjar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Kommúnistaskríll, rauðsokkusubbur og loðinbarðar gerðu uppsteyt í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld, miðvikudag, er hefja átti níu-sýningu á bandarísku myndinni The Green Berets. Ruddust þeir inn miðalaust og settust á svið bíósins í mótmælaskyni við myndina. Það er kominn tími til að lögreglan sýni þessum lubbum í tvo heimana.“ Þessa kröftugu ádrepu mátti lesa í Mánudagsblaðinu þann 19. október árið 1970 undir fyrirsögninni „Rennusteinslýður truflar kvikmyndasýningar“. Þótt fréttin væri ekki löng, náði blaðamaðurinn að koma að ýmsum svívirðingum um þennan „fámenna og fyrirlitna hóp ungkvenna og karla“, sem betur ætti að halda sig í kommúnum sínum. Taldi höfundur að skríll þessu fengi hugmyndir sínar helst frá „óupplýstu dönsku óeirðafólki og bítlarusli“. Mótmælin sem ollu þessari hneykslun Mánudagsblaðsins voru tekin til umfjöllunar í öðrum blöðum, með nokkuð hófstilltari hætti þó. Morgunblaðið gat þess samt að klappað hefði verið fyrir lögreglunni þegar 25-30 óeirðaseggir voru fjarlægðir úr sal kvikmyndahússins og sýningargestir hafi baulað „út með skrílinn“ meðan á aðgerðum lögreglu stóð. Í frétt Morgunblaðsins lét forstöðumaður kvikmyndahússins þess getið að flestir mótmælenda hefðu sjálfir verið meðal gesta á sýningu myndarinnar kvöldið áður. Síðar sakaði hann skipuleggjendur aðgerðanna um að hafa heimtað að Austurbæjarbíó greiddi þeim bróðurpartinn af hagnaði vegna sýningar myndarinnar. Lauk frétt Morgunblaðsins á þeim orðum að mótmælendur hefðu, eftir brottvísun lögreglu, haldið til fundar að Tjarnargötu 20. Máttu þá lesendur vita hvað klukkan sló, enda alkunna að þar væri Æskulýðsfylkingin til húsa. Tónninn í Þjóðviljanum var talsvert á annan veg. Þann 14. október, daginn eftir frumsýningu kvikmyndarinnar sló blaðið upp forsíðufyrirsögninni „Austurbæjarbíó býður upp á morð til dægrastyttingar“. Sagði blaðið að sýningum myndarinnar hefði verið hætt víða um lönd vegna kröftugra mótmæla almennings. Þar væri sérstaklega fundið að því að reynt væri að gera manndráp bandarískra hermanna að skemmtiatriði og að á einum stað í myndinni hlægju áhorfendur þegar menn úr Þjóðfrelsisher Víetnams væru myrtir.Grímulaus áróður Næstu daga stóðu félagar úr Víetnamnefndinni og Fylkingunni fyrir mótmælum við Austurbæjarbíó, sem einkum fólust þó í að afhenda bíógestum dreifirit sem ætlað var að vekja þá til umhugsunar um eðli og gang stríðsins. Dreifiritið var í raun krossapróf og voru þau sem það tóku hvött til að senda svörin til Víetnamnefndarinnar, Kirkjustræti 10, og yrðu veitt þrenn verðlaun fyrir réttar úrlausnir. Kenndi ýmissa grasa á spurningalistanum: „Af hverju hafa Bandaríkin ekki unnið stríðið í Víet Nam eftir 12 ára baráttu? a) Bandaríkin hafa léleg vopn. b) Bandarískir hermenn eru huglausir. c) Þjóðfrelsishreyfingin (sem Bandaríkin kalla Viet Cong) hefur megnið af þjóðinni með sér.“ Víetnamnefndin gaf ekki mikið fyrir nýlegar friðartillögur Nixons og spurði hvers vegna hann hefði lagt þær fram fram. Valkostirnir voru sem fyrr þrír: „a) Til að dylja aukin umsvif herja sinna í Víet Nam og víðar? b) Til að vingast við Jóhann Hafstein? c) Til þess að lagfæra hægðir sínar og konu sinnar?“ Nokkrum dögum síðar ritaði kvikmyndasérfræðingurinn Ólafur H. Torfason langa grein í Þjóðviljann um The Green Berets (ísl.: Grænhúfurnar) og raunar stríðsmyndir almennt. Byggði greinin á ræðu Ólafs á útifundi Víetnamnefndarinnar á Lækjartorgi sem haldinn var gegn sýningum myndarinnar. Benti hann á að kvikmyndin væri hreint áróðursverk og í raun mætti líta svo á að hún væri jafnskaðleg og ef einhver tæki upp á því að selja napalm og taugagas í verslun til að nota gegn samborgurum sínum. Blés höfundur á ummæli bíóforstjórans þess efnis að hann léti ekki pólitísk sjónarmið ráða myndavali sínu – því augljóslega væri það rammpólitísk afstaða íslenskra kvikmyndahúsaforstjóra að 60% af myndum þeirra væru bandarískar og seldar undir stranga ritskoðun valdaafla þar í landi.Með blessun forsetans Hver var þessi umdeilda bíómynd sem vakti svo heitar tilfinningar hér á landi? Myndin um Grænhúfurnar var ekki ný þegar íslenskir áhorfendur fengu að berja hana augum. Hún var frumsýnd sumarið 1968 og var því meira en tveggja ára gömul. Slíkt var alvanalegt á þessum árum. Verkið var hugarsmíð Johns Wayne, sem lék aðalhlutverkið og átti að heita leikstjóri myndarinnar. Mikill kostnaður og takmörkuð aðsókn á myndina The Alamo, sem var frumraun Wayne á leikstjórasviðinu gerði það þó að verkum að kvikmyndaverið ákvað að treysta honum ekki einum fyrir stjórninni. John Wayne var kunnastur fyrir leik sinn sem hetja í vestra-myndum, en átti einnig að baki ófáar myndir þar sem sögusviðið var seinni heimsstyrjöldin. Heimsstyrjaldarmyndirnar byggðust á einfaldri formúlu, þar sem hjartahreinir og hugdjarfir bandarískir hermenn sigra djöfullega Japana og þýska sadista í sögum þar sem heimurinn var algjörlega svarthvítur. Engar Hollywood-myndir höfðu hins vegar verið gerðar um Víetnamstríðið og úr því vildi John Wayne bæta. Í hans huga voru skilin á milli vondu og góðu kallanna jafnskýr í Víetnam og verið hafði í heimsstyrjöldinni. Það að frjálslyndir og vinstrisinnaðir kvikmyndaforkólfar vildu ekki fjalla um stríðið í Víetnam taldi hann árás á bandaríska herinn og þann góða málstað sem Bandaríkjastjórn hefði að verja. Í raun má segja að kúrekahetjan gamla hafi litið á það sem borgaralega skyldu sína að gera myndina um Grænhúfurnar. Til að þoka málinu áleiðis ákvað John Wayne að tala beint við aðalmanninn – sjálfan Bandaríkjaforseta. Hann skrifaði Lyndon B. Johnson persónulegt bréf og lýsti vilja sínum til að gera mynd til dýrðar sérsveitarmönnum Bandaríkjahers. Hugmynd hans var að byggja á skáldsögu eftir Robin Moore, The Green Berets, frá árinu 1965 sem fjallar um afrek sérsveitarmanna í Víetnamstríðinu. Árið eftir hafði Moore komið að því að semja dægurlagatextann „Ballad of the Green Berets“, sem var eitt örfárra vinsælla dægurlaga frá þessum árum sem sýndi stríðsreksturinn í jákvæðu ljósi og átti þátt í að kynna almenning fyrir Grænhúfunum. Hvíta húsið tók hugmyndinni fagnandi. Þó með því veigamikla skilyrði að handriti myndarinnar yrði gjörbreytt. Í bók Moore var sagt frá æsilegum leiðangri Grænhúfuherdeildar inn í Norður-Víetnam til að handsama hættulegan skæruliðaforingja. Þar sem hin opinbera lína Bandaríkjamanna var á þá leið að þátttaka þeirra í stríðinu væri að mestu innan landamæra Suður-Víetnams þurfti að endurskoða söguna frá grunni, en ekki vafðist það fyrir Wayne og félögum.Freyðivín í frumskóginum Forsetinn lofaði fullu liðsinni og fyrir vikið fengu kvikmyndagerðarmennirnir aðstoð frá ríki og her sem starfsbræður þeirra gátu ekki látið sig dreyma um. Herinn lagði til fjöldann allan af þyrlum og flugvélum fyrir upptökur. Myndefni af vettvangi stóð leikstjórunum til boða. Sveit hermanna frá Havaí, sem þóttu nægilega austurlenskir yfirlitum, var sett í hlutverk víetnamskra skæruliða og reist var heilt víetnamskt þorp á tökustað, sem síðar var notað sem æfingabúðir fyrir hermenn á leið í stríðið. Tæknilega og útlitslega séð var myndin um Grænhúfurnar því afar fullkomin. Sem bíómynd var hún hins vegar afleit. Áróðurinn var grímulaus, handritið veikburða, fléttan léleg og meira að segja sem hasarmynd reyndist hún langdregin og slöpp. Í stuttu máli hefst myndin á því að ungur og róttækur blaðamaður spyr gamlan herforingja erfiðra spurninga um stríðið í Víetnam. Blaðamaðurinn ungi er uppfullur af fordómum í garð eigin hers og utanríkisstefnu þjóðar sinnar. Hermaðurinn gamalreyndi svarar honum fullum hálsi og spyr hvort hann hafi komið til Víetnam. Blaðamaðurinn viðurkennir að svo sé ekki og þekkist boð um að slást í för með Grænhúfunum. Í Víetnam rennur upp fyrir óþjóðholla blaðamanninum hvílíkar hetjur og afburðamenn sé að finna í sérsveitunum. Andstæðingarnir í Víetkong eru á hinn bóginn fávísir hrottar og foringjar þeirra reynast lifa lúxuslífi í frumskóginum þar sem þeir stunda gjálífi og úða í sig kampavíni og kavíar. Svo fer að lokum að blaðamaðurinn sér ljósið og gerist hermaður til að þjóna landi og þjóð. Kvikmyndagagnrýnendur hökkuðu Grænhúfurnar í spað, sem groddalega áróðursmynd og í raun ótrúlega gamaldags. Enn í dag ratar myndin stundum á lista yfir verstu stórmyndir í sögu Hollywood. Aðrir benda þó á að í raun sé myndin ekkert grynnri eða einvíðari en fjölmargar heimsstyrjaldarmyndir sem gerðar voru um sama leyti – glæpur hennar liggi einfaldlega í að óvinirnir séu Víetnamar en ekki Japanar þrjátíu árum fyrr. En neikvæð gagnrýni er ekki alltaf ávísun á slaka aðsókn. Svo virðist sem stuðningsmenn Víetnamstríðsins vestanhafs hafi fjölmennt á myndina einmitt vegna hinna neikvæðu dóma, sem þeir kusu að túlka sem gagnrýni á stríðið sjálft fremur en verkið. Að sumu leyti má segja að slíkt hið sama hafi gerst hér á landi. Þannig var spurning dagsins í Vísi þann 17. október 1970 á þá leið hvort vegfarendur ætluðu að sjá Grænhúfurnar í Austurbæjarbíói. Sögðust fjórir af fimm frekar reikna með að gera það – þar af tveir sem sögðust vilja sjá hverju Víetnamnefndin væri að mótmæla.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira