Paulo Dybala hrökk aftur í gírinn þegar Juventus lagði Verona að velli, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Dybala hefur verið ískaldur í síðustu leikjum en hann minnti á sig með tveimur mörkum í kvöld.
Blaise Matuidi kom Juventus yfir strax á 6. mínútu en Martin Cacerers jafnaði metin eftir klukkutíma.
Þá tók Dybala málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili og sá til þess að Juventus fékk stigin þrjú.
Juventus er í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 47 stig, einu stigi á eftir toppliði Napoli.
Dybala með langþráð mörk í sigri Juventus
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti






Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn