Stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. desember 2017 12:50 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira