Þingheimur á einu máli um að karlar þurfi að standa upp og axla ábyrgðina Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Við þurfum á því að halda að karlar standi upp og láti vita að þetta sé ekki í lagi, þetta eigi ekki að líðast, þetta gangi ekki lengur,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir í upphafsræðu sinni á þingi. Fréttablaðið/Ernir „Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfeðmt kynbundið ofbeldi eins og kemur fram í þessum fjölmörgu frásögnum? Hversu margar konur hafa jafnvel hrökklast frá vinnustöðum sínum, verið haldið niðri og sagt að þegja,“ spurði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, upphafsmaður sérstakrar umræðu á þingi um kvenfrelsisbyltinguna #metoo, sem tröllriðið hefur hinum vestræna heimi undanfarnar vikur. Konur í stjórnmálum stigu fram fyrir um mánuði og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í sinn garð. Síðustu þrjár vikur hafa ellefu hópar til viðbótar stigið fram með svipaðar sögur. Samkvæmt Jafnréttisstofu hafa 4.609 konur skrifað undir yfirlýsingar þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni er mótmælt. Að auki hafa fylgt þessum yfirlýsingum 616 frásagnir af slíku ofbeldi. Fleiri hópar eru að undirbúa sams konar aðgerðir. Til andsvara var dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen. Sagði hún umræðuna afar þarfa og að ríkisstjórnin ætli að vinna að fjölda mála til að efla kvenfrelsi svo kynbundið ofbeldi myndi minnka. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir hafa verið hrollvekjandi að fylgjast með og að sjá koma fram í dagsljósið svo margar óhugnanlegar sögur kvenna og ofbeldi í þeirra garð. „Það hefur verið hrollvekju líkast að heyra frásagnir kvenna og fá vitneskju um kynferðislegt ofbeldi gagnvart svo mörgum konum að það er nánast óhugsandi. Ég dái hugrekki þeirra og hreinskilni,“ sagði Þorsteinn. „Þær eru lýsingar á mannfyrirlitningu og ofbeldishneigð og birta mynd af ástandi sem er óverjandi og öllum karlmönnum til skammar.“ Andrés Ingi Jónsson var annar þingmaður VG sem tók þátt í umræðunum og sagði þingið verða að taka sig á. „Nú stendur það upp á okkur að breyta samfélaginu til hins betra,“ sagði Andrés Ingi. „Við skulum fagna því að #metoo hafi kveikt umræðuna og gert okkur öll að femínistum. Nú skulum við öll halda áfram að vera femínistar og skila af okkur raunverulega bættu samfélagi. „Til mín er beint nokkrum spurningum sem ég ætla að reyna að svara á þeim stutta tíma sem mér gefst til þess. Hér er til að mynda spurt hvort umfang vandans hafi verið metið sérstaklega í íslensku samfélagi. Ég get svarað því fljótt: Nei, það hefur ekki verið metið heildstætt. Ég er ekki viss um að hægt sé að meta þennan vanda með fullri vissu,“ sagði Sigríður Andersen.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁrið 2017 sögulegt Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árið sem nú er senn á enda fara í annála sem árið þar sem konur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og valdbeitingu. Þegar konur stigu fram lyftu þær grettistaki og gáfu tóninn á þann hátt að við getum ekki annað en haldið áfram þeirri vegferð að bættri menningu og meiri virðingu í samskiptum kynjanna. Einnig sagði hún ofbeldi vera ofbeldi, sama hvernig á það er litið. „Í fyrsta lagi er það tómt mál að tala um að við Íslendingar búum í velferðarsamfélagi þegar það er hluti af veruleika kvenna og til þessa hluti af viðurkenndum veruleika kvenna að upplifa ofbeldi í leik og starfi. Auðvitað er kynbundið ofbeldi ekkert annað en ofbeldi. Það er engin ástæða til að setja annan merkimiða á það, einhvern merkimiða sem ætlað er að draga úr alvarleikanum og afleiðingunum, ætlað að hjúpa gjörninginn einhverju glensi, einhverri stemningu. Það er bara nóg komið,“ sagði Hanna Katrín.Kallar eftir aðgerðum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, sagði viðbrögð þurfa að vera sterkari við þessari byltingu og minntist hún sérstaklega á stjórnarmenn leikhúsanna og Ríkisútvarpsins í ræðu sinni. „Ég auglýsi eftir raunverulegum og skýrum viðbrögðum, bæði einkaaðila og opinberra stofnana, við þeim frásögnum sem komið hafa fram. Það er ekki nóg að segjast ætla að vera með viðbrögð og skoða og rýna og kanna og kynna, heldur þarf að koma fram með viðbrögð með áþreifanlegum hætti.Þar þarf ríkisstjórn Íslands að vera í fararbroddi með skýr skilaboð og enn skýrari aðgerðir á öllum sviðum,“ sagði Rósa Björk. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfeðmt kynbundið ofbeldi eins og kemur fram í þessum fjölmörgu frásögnum? Hversu margar konur hafa jafnvel hrökklast frá vinnustöðum sínum, verið haldið niðri og sagt að þegja,“ spurði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, upphafsmaður sérstakrar umræðu á þingi um kvenfrelsisbyltinguna #metoo, sem tröllriðið hefur hinum vestræna heimi undanfarnar vikur. Konur í stjórnmálum stigu fram fyrir um mánuði og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í sinn garð. Síðustu þrjár vikur hafa ellefu hópar til viðbótar stigið fram með svipaðar sögur. Samkvæmt Jafnréttisstofu hafa 4.609 konur skrifað undir yfirlýsingar þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni er mótmælt. Að auki hafa fylgt þessum yfirlýsingum 616 frásagnir af slíku ofbeldi. Fleiri hópar eru að undirbúa sams konar aðgerðir. Til andsvara var dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen. Sagði hún umræðuna afar þarfa og að ríkisstjórnin ætli að vinna að fjölda mála til að efla kvenfrelsi svo kynbundið ofbeldi myndi minnka. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir hafa verið hrollvekjandi að fylgjast með og að sjá koma fram í dagsljósið svo margar óhugnanlegar sögur kvenna og ofbeldi í þeirra garð. „Það hefur verið hrollvekju líkast að heyra frásagnir kvenna og fá vitneskju um kynferðislegt ofbeldi gagnvart svo mörgum konum að það er nánast óhugsandi. Ég dái hugrekki þeirra og hreinskilni,“ sagði Þorsteinn. „Þær eru lýsingar á mannfyrirlitningu og ofbeldishneigð og birta mynd af ástandi sem er óverjandi og öllum karlmönnum til skammar.“ Andrés Ingi Jónsson var annar þingmaður VG sem tók þátt í umræðunum og sagði þingið verða að taka sig á. „Nú stendur það upp á okkur að breyta samfélaginu til hins betra,“ sagði Andrés Ingi. „Við skulum fagna því að #metoo hafi kveikt umræðuna og gert okkur öll að femínistum. Nú skulum við öll halda áfram að vera femínistar og skila af okkur raunverulega bættu samfélagi. „Til mín er beint nokkrum spurningum sem ég ætla að reyna að svara á þeim stutta tíma sem mér gefst til þess. Hér er til að mynda spurt hvort umfang vandans hafi verið metið sérstaklega í íslensku samfélagi. Ég get svarað því fljótt: Nei, það hefur ekki verið metið heildstætt. Ég er ekki viss um að hægt sé að meta þennan vanda með fullri vissu,“ sagði Sigríður Andersen.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁrið 2017 sögulegt Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árið sem nú er senn á enda fara í annála sem árið þar sem konur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og valdbeitingu. Þegar konur stigu fram lyftu þær grettistaki og gáfu tóninn á þann hátt að við getum ekki annað en haldið áfram þeirri vegferð að bættri menningu og meiri virðingu í samskiptum kynjanna. Einnig sagði hún ofbeldi vera ofbeldi, sama hvernig á það er litið. „Í fyrsta lagi er það tómt mál að tala um að við Íslendingar búum í velferðarsamfélagi þegar það er hluti af veruleika kvenna og til þessa hluti af viðurkenndum veruleika kvenna að upplifa ofbeldi í leik og starfi. Auðvitað er kynbundið ofbeldi ekkert annað en ofbeldi. Það er engin ástæða til að setja annan merkimiða á það, einhvern merkimiða sem ætlað er að draga úr alvarleikanum og afleiðingunum, ætlað að hjúpa gjörninginn einhverju glensi, einhverri stemningu. Það er bara nóg komið,“ sagði Hanna Katrín.Kallar eftir aðgerðum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, sagði viðbrögð þurfa að vera sterkari við þessari byltingu og minntist hún sérstaklega á stjórnarmenn leikhúsanna og Ríkisútvarpsins í ræðu sinni. „Ég auglýsi eftir raunverulegum og skýrum viðbrögðum, bæði einkaaðila og opinberra stofnana, við þeim frásögnum sem komið hafa fram. Það er ekki nóg að segjast ætla að vera með viðbrögð og skoða og rýna og kanna og kynna, heldur þarf að koma fram með viðbrögð með áþreifanlegum hætti.Þar þarf ríkisstjórn Íslands að vera í fararbroddi með skýr skilaboð og enn skýrari aðgerðir á öllum sviðum,“ sagði Rósa Björk.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Eru samborgarar kvenna en ekki herrar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, segir framkomu karla í garð kvenna geta orðið karlþjóðinni áþján. 20. desember 2017 06:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent