Mjótt á munum og korter í kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Puigdemont, okkar forseti,“ stendur á þessu plakati í Barcelona, höfuðborg Katalóníu. Gengið verður til kosninga á morgun og er mjótt á munum á milli aðskilnaðarsinna og sambandssinna í spænska héraðinu. vísir/afp Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira