Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 14:06 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu. Evrópusambandið Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu.
Evrópusambandið Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira