Birkir Már: Fullkominn tími til að koma í Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:52 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira