Vantar þrjá milljarða í rekstur Landspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 17:58 Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira