Títan eða halastjarna næsta takmark NASA í sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 22:32 Dragonfly-dróninn myndi svífa á milli staða á Títan og rannsaka efnasamsetningu yfirborðsins. Þetta yrði í fyrsta skipti sem manngerður hlutur flygi á öðrum hnetti. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd. Tækni Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd.
Tækni Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira