Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2017 09:51 Líkur eru á að aðskilnaðarsinninn Marta Rovira eða sambandssinninn Ines Arrimadas verði næsti forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00