Miklar annir á Alþingi á síðustu dögunum fyrir hátíðarnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:45 Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira