Ógn við lýðræðið að virkir geti tekið yfir dagskrá þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Frá fundi á Austurvelli 15. september síðastliðinn en degi fyrr hafði ríkisstjórnin fallið. Vísir/eyþór „Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
„Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira