Ógn við lýðræðið að virkir geti tekið yfir dagskrá þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Frá fundi á Austurvelli 15. september síðastliðinn en degi fyrr hafði ríkisstjórnin fallið. Vísir/eyþór „Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent