Tveggja ára deilu lýkur með tapi Ástþórs Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 13:00 Ástþór Magnússon segir starfsmann sinn ekki hafa haft umboð til þess að fara með bílinn í viðgerð. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið. Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið.
Dómsmál Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira