Tveggja ára deilu lýkur með tapi Ástþórs Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 13:00 Ástþór Magnússon segir starfsmann sinn ekki hafa haft umboð til þess að fara með bílinn í viðgerð. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið. Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið.
Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira