Reynslumikill hópur á sterku ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var íþróttamaður ársins á síðasta ári og er tilnefndur aftur í ár mynd/SÍ/Vilhjálmur Siggeirsson Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári Sjá meira
Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn