Reynslumikill hópur á sterku ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var íþróttamaður ársins á síðasta ári og er tilnefndur aftur í ár mynd/SÍ/Vilhjálmur Siggeirsson Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira