Björgunarsveitir leita að konu á áttræðisaldri í Bolungarvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 12:15 Björgunarsveitir leita að konu í Bolungarvík en talið er að hún hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða í nótt. Vísir/Pjetur Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun. Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun.
Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06
Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12